fbpx

Edda Arndal, MA

Geðhjúkrunar- fjölskyldu- og sálmeðferðarfræðingur Psychotherapist-marriage and family therapist.

Para/fjöskylduráðgjöf

Meðferðarmódelin sem unnið er eftir byggjast á gagnreyndum og vel rannsökuðum aðferðum sem virka!

Byggir á hefðbundnum kerfakenningum í  fjölskyldu og parameðferð, Emotionally Focused Therapy og Gottman Couples Therapy.

Meðferð miðar að því auka vellíðan allra fjölskyldumeðlima, að bæta starfshæfni og samskipti milli einstaklinga og aðstoða við að leysa þann vanda sem hefur fest sig í sessi innan fjölskyldukerfisins.

1. Ráðgjöf fyrir alla fjölskylduna

Mefðerarmódelið Emotionally Focused Couples and Family Therapy (EFT) vinnur m.a. út frá tilfinningatenglsum við maka sem endurspegla tilfinningatengsl í frumbernsku, styrkir þessi tengsl og vinnur að því að skapa öryggi í sambandinu.  The Gottman Couples and Family módelið vinnur m.a. út frá því að byggja upp þá hornsteina sem eru undirstaða heilbrigðs sambands og kennir ýmsar aðferðir til að bæta samskiptin.  Bæði þessi módel byggja síðan á eldri kenningum í fjölskyldumeðferðum svo sem kerfakenningum (systemic approach) sem lýta á einstaklinginn sem hluta af fjölskyldukerfi og leggja áherslu á að skapa jafnvægi innan fjölskyldunnar.

2. Hjóna og para ráðgjöf.

Unnið með vandann m.a. út frá EFT og Gottman módelinu, kenningum um virka hlustun, ég skilaboð, þróun samhyggðar og persónulegra marka.   Hjónameðferð er alltaf unnin innan hugmyndaramma  um náin tilfinningatengsl eða “attachment theory” sem er undirstaðan í Emotionally Focused Therapy þar sem áherslan er m.a. á fumþarfir manneskunnar um að tilheyra og finna fyrir nánd.

3. Ráðgöf í samskiptum foreldra og unglinga.

Unnið með samskiptin út frá kenningum um þroskaverkefni unglinga (sjálfsmynd og aðgreining) og þroskaverkefni foreldra (fullorðinsár), markarsetningu og ábyrgð.

4.  Fjölskyldutré og sjálfstyrking fyrir einstaklinga:

Fjölskyldu og tengslakort gert og unnið út frá kerfakenningum.

Eigin upprunafjölskylda skoðuð.  Rýnt í samskiptamynstur, hlutverka skiptingu og það hvernig lærð hegðun og viðhorf hafa áhrif á líðan og samskipti í seinni tíma samböndum og í foreldrahlutverki.  Markmiðið er að gera ómeðvituð samskiptamynstur og tilfinningaviðbrögð betur meðvituð og þar með að hjálpa einstakling að skilja og hafa betri stjórn á erfiðum/læstum samskiptamynstrum.