fbpx

Edda Arndal, MA

Geðhjúkrunar- fjölskyldu- og sálmeðferðarfræðingur Psychotherapist-marriage and family therapist.

Um Eddu

Edda hefur sérhæft sig í para og fjölskylduráðgjöf, meðferð áfallastreitu hjá einstaklingum og sinnir einnig handleiðslu fagfólks. Edda er þjálfuð í meðferðarmódeli “Somatics psychology” sem gengur út frá og heild líkama og sálar í allri meðferðarvinnu.

Edda hefur langa starfsreynslu í meðferðarvinnu með fullorðna, ungmenni og fjölskyldur.  Þar má telja störf á geðsviði LSH á bráðageðdeildum, störf á göngudeild BUGL, m.a. sem teymisstóri bráðateymis í nokkur ár.  Undanfarin ár hefur Edda aðallega sinnt hópmeðferð í Dialektiskri atferlismeðferð fyrir unglinga og foreldra þeirra á vegum DAM teymis BUGL ásamt því að reka eigin meðferðarstofu og sinna þar viðtölum við pör, fjölskyldur og einstaklinga.

Hálskólamenntun:

Edda með B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í sálfræði/psychotherapy frá California Institute of Integras Studies, San Francisco, CA, USA með áherslu á somatics eða heild líkama og sálar í meðferðarvinnu og mastersgráðu í mannfræði frá Columbia University, New York, USA með áherslu á heilsumannfræði.

Viðbótarmenntun og sérhæfing:

Díalektisk atferlismeðferð: Þjálfun í Dialectical Behavior Therapy Intensive Training. The Linehan Institute, Behavioral Tech, LLC. VA, US.

Para og fjölskyldumeðferð: þjálfun (Externship) í Emotionally Focused Couples and family Therapy. International Centre for Excellence in Emotionally Focused Therapy, Ottawa, Ontario, Canada. The Gottman Institute,Orcas Islands, Washington, USA, námskeið.

Áfallameðferð: Þjálfun í EMDR meðferð. HAP-Humanitarian Assistance Programs, Hamden, Connecticut, USA, og símenntun. Þjálfun hjá Somatic Experiencing Trauma Institute, Boulder, Colarado, USA, og símenntun.

Handleiðsla: Þriggja anna nám í Handleiðslufræðum á vegum félagsvísindasviðs H.Í. Námslok áætluð í desember 2017

Sjá nánar undir “Starfsferilsskrá”.